Afturelding staldraði ekki nema í eitt tímabil í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Það varð staðfest í dag þegar liðið vann FH með 10 marka mun, 40:30, í þegar liðin mættust í Kaplakrika í næsta síðustu umferð deildarinnar. Afturelding hefur þar með 27 stig eftir 15 leiki, er tveimur stigum á undan ÍR og stendur auk þess betur að vígi í innbyrðis viðureignum.
Afturelding var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13.
Sylvía Björt Blöndal, markahæsti leikmaður Grill 66-deildarinnar átti enn einn stórleikinn á leiktíðinni í dag. Hún skorað 14 mörk fyrir Aftureldingu. Fleiri leikmenn Aftureldingar voru öflugir í leiknum en á heildina litið hefur Aftureldingarliðið leikið vel í alla leiktíðina og staðist álagið þegar á mest hefur reynt, gegn liðunum í efri hlutanum, ÍR og Gróttu.
Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari hefur haldið um stjórntaumana af röggsemi.
Glatt var eðlilega á hjalla hjá leikmönnum Aftureldingar þegar sæti í Olísdeild var í höfn eftir sigurinn í dag og var kampavínið hvergi sparað. (smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri).
Myndir/Raggi Óla.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 14, Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Katrín Erla Kjartansdóttir 5, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Susan Ines Gamboa 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2.
Varin skot: Tori Lynn Gísladóttir 6, Rebecca Fredrika Adolfsson 3.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 6, Emma Havin Sardardóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Ivana Meincke 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 2, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 1.
Staðan í Grill 66-deild kvenna.