Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins og einn allra fremsti og sigursælasti handknattleiksmaður Íslands laðaði svo sannarlega að sér framtíð íslensks handknattleiks þegar hann kom til Akureyrar í gær og lék með liði sínu FH gegn KA í Olísdeild karla. Aron er einnig fyrirliði FH.
Að leik loknum gaf Aron sér mjög góðan tíma til að sinna ungviðinu sem kom á völlinn, áritaði fyrir þau, hvetja þau til dáða og gaf sér tíma í myndatökur áður en haldið var aftur suður með FH-liðinu eftir sigurleik, 34:27. Hefur eflaust rifjast upp fyrir Aroni að eitt sinn stóð hann í sporum þessara barna.



(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)
Sjálfsagt er liðinn hálfur annar áratugur síðan Aron lék síðast í KA-heimilinu. Frá þeim tíma hefur Aron gert garðinn frægan með helstu stórliðum Evrópu og unnið nær allt sem hægt er vinna í evrópskum handknattleik á mögnuðum ferli.