Ísland hafnaði í fimmta sæti í B-deild Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir sigur í háspennu vítakeppni gegn Norður Makedóníu, 32:30, í Sport Center Jane Sandanski í Skopje í Norður Makedóníu.
Alls lék íslenska liðið fimm leiki í mótinu, vann þrjá, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik með minnsta mun, 23:22, fyrir Hvít-Rússum sem leikur um bronsið síðar í dag.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá leiknum við Norður Makedóníu.
- Auglýsing -