Eins og venjulega eftir stórleiki í Laugardalshöllinni þá gefa leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik sér alltaf tíma til þess að hitta aðdáendur, fjölskyldu og vini þegar flautað hefur verið til leiksloka.
Ekki varð breyting á í gær eftir sigurinn á Eistlandi sem markaði um leið lok undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári.
Hafliði Breiðfjörð var með vakandi augu á leikmönnum eftir leik eins og á meðan leiknum stóð. Hann smellti af nokkru myndum af leikmönnum með aðdáendum, fjölskyldu og vinum. Hluta þeirra mynda er að finna hér fyrir neðan.
Fleiri syrpur Hafliða:
Myndir: Elliði Snær fer ekki alltaf troðnar slóðir
Myndasyrpa: Ísland – Eistland 30:23 – EM sæti í höfn
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.