- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir – U17: Strengirnir stilltir fyrir Póllandsleikinn

Farið yfir leik dagsins yfir morgunverði í morgun. Mynd/Dagur
- Auglýsing -

„Framundan er leikur gegn Pólverjum sem hafa verið mest sannfærandi í okkar riðli í mótinu fram til þessa. Nú stillum við strengina í þeim tilgangi að koma af krafti til leiks,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U17 ára landsliðsins sem mætir Pólverjum í lokaleik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumóts kvenna í handknattleik í Klaipéda í Litháen klukkan 12 í dag.


Eftir sigur á Hvít-Rússum í æsispennandi leik í gær er íslenska liðið með fullt hús stig fyrir lokaumferðina eins og Pólverjar en bæði lið hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Staðgóður morgunverður hjá stúlkunum í morgun. Mynd/Dagur


„Leikmenn hafa safnað orku fyrir átökin við Pólverja. Leikurinn verður erfiður, á því leikur enginn vafi. Vonir okkar standa til þess að við höldum áfram að bæta okkar leik þannig að við getum unnið Pólverjana,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson við handbolta.is.


Sem fyrr segir hefst leikurinn klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu á ehftv.com og sem fyrr verður útsendingin endurgjaldslaus.

Mynd/Dagur
B-riðill:
Tyrkland - Pólland 20:21.
Ísland - Lettland 35:23.
Ísland - Tyrkland 28:19.
Hvíta-Rússland - Lettland 39:21.
Pólland - Hvíta-Rússland 28:23.
Tyrkland - Lettland 36:20.
Pólland - Lettland 44:25.
Hvíta-Rússland - Ísland 25:26.
Staðan:
Ísland 6 stig (3 leikir), Pólland 6(3), Hvíta-Rússland 2(3), Tyrkland 2(3), Lettland 0(4).



Spánverjar eru öruggir um annað af tveimur efstu sætum í A-riðli. Baráttan um hinn farseðlinn úr A-riðli og í undanúrslit stendur á milli Finnlands og Norður Maekdóníu sem mætast í uppgjöri síðar í dag. Tvö efstu liðin í A-riðli verða andstæðingar Íslands og Póllands í undanúrslitum á laugardaginn.

A-riðill:
Kósovó - Spánn 9:39.
Finnland - Litáen 30:27.
Spánn - Finnland 21:17.
Norður Makedónía - Kósovó 33:15.
Finnland - Kósovó 45:10.
Litáen - Norður Makedónía 15:28.
Spánn - Norður Makedónía 27:24.
Litáen - Kósovó 33:17.
Staðan:
Spánn 6 stig (3 leikir), Norður Makedónía 4(3), Finnland 4(3), Litáen 2(3), Kósovó 0(4).
Mynd/Dagur
Formaður landsliðsnefndar kvenna og ein fremsta og leikreyndasta handknattleikskona Íslands fyrr og síðar, Guðríður Guðjónsdóttir, er með íslenska liðinu í för í Litáen. Drjúg reynsla og þekking býr í Guðríði og mikilvægt fyrir íslensku stúlkurnar að hafa við hlið sér. Mynd/Dagur


Mynd/Dagur
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -