- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir úr gullkistu Þóris: Snorri og Arnór, Alfreð, Guðmundur og Wilbek í KA-heimilinu

Snorri Steinn Guðjónsson núverandi landsliðsþjálfari tekur vítakast í landsleik við Dani í KA-heimilinu í júní 2006. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
- Auglýsing -

Í tilefni af fyrri umspilsleik Íslands og Eistlands um sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld leit Þórir Tryggvason ljósmyndari á Akureyri á veglegt myndasafn sitt. Í safninu kennir sannarlega ýmissa grasa eftir áratuga eltingaleik við ýmsa íþróttaviðburði á Akureyri og nágrenni.

Nokkrir tugir miða er enn til sölu á leikinn í kvöld Ísland – Eistland, miðasala.

Meðal þess sem rak á fjörur Þóris voru myndir frá vináttulandsleik Íslands og Danmerkur sem fram fór í KA-heimilinu 6. júní 2006 og lauk með eins marks sigri Íslands, 34:33. Þá voru núverandi þjálfarar íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason í burðarhlutverkum hjá landsliðinu. Snorri varð markahæstur með sex mörk og Arnór næstur með fimm mörk ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir nuddari og liðsstjóri, og Alfreð Gíslason. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA-maðurinn Alfreð Gíslason var nýlega tekinn við sem þjálfari landsliðsins og var þetta fyrsti leikur landsliðsins undir hans stjórn. Við hæfi þótti að hann færi fram í KA-heimilinu, gamla heimavellinum. Alfreð til aðstoðar var Guðmundur Þórður Guðmundsson sem varð eftirmaður Alfreðs 2008 en hafði reyndar verið landsliðsþjálfari frá 2001 til 2004 og aftur síðar. Framundan voru sögulegir leikir við Svía í umspili um sæti á HM 2007 í Þýskalandi. Ísland hafði betur og skildi Svía eftir heima um leið og Svíagrýlan margfræga var kveðin í kútinn.

Ulrik Wilbek og Alfreð takast í hendur eftir leikinn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ulrik Wilbek hafði verið ár í stafi þjálfara danska karlalandsliðsins. Guðmundur tók við af Wilbek sex árum síðar og tveimur árum eftir það spurði Wilbek, þá íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, leikmenn landsliðsins á miðjum Ólympíuleikum hvort hann ætti að reka Guðmund úr starfi. Nokkrum dögum síðar stýrði Guðmundur danska landsliðinu til sigurs í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.

Ísland – Eistland, miðasala.

Síðari vináttuleikurinn við Dani fór fram í Laugardalshöll 8. júní og lauk með jafntefli, 33:33. Rúmum sjö mánuðum síðar áttust lið þjóðanna við í sögulegum framlengdum leik á HM í Þýskalandi, leik sem réði því hvort liðið kæmist í undanúrslit. Danir höfðu betur, 42:41.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -