Bjarki Már Elísson og samherjar í ungverska meistaraliðinu Veszprém unnu heimsmeistaramót félagsliða í handknattleik sem staðið hafði yfir í Kaíró í Egyptalandi í um vikutíma. Fjögur evrópsk félagslið tóku þátt í mótinu auk félagsliða frá Asíu, Ástralíu, Afríku og Suður- og Norður Ameríku.
Eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld vann Veszprém þýska liðið SC Magdeburg í framlengdum úrslitaleik, 34:33. Magdeburg, með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs, sem lék til úrslita fjórða árið í röð, vann keppnina 2022 og 2023.
𝓗𝓪𝓽𝓼 𝓸𝓯𝓯! 🤝
— VeszprémHandballTeam (@veszprem_hc) October 4, 2024
At the IHF Club World Championship, 𝕹𝖊𝖉𝖎𝖒 𝕽𝖊𝖒𝖎𝖑𝖎 was the captain of our team, so it was his honour to raise the trophy. However, he gave the opportunity to 𝖄𝖊𝖍𝖎𝖆 𝕰𝖑𝕯𝖊𝖗𝖆𝖆, who plays in front of a home crowd. 🫡
#RedUnited #HandballCity pic.twitter.com/V2D8sNmUSR
Hér fyrir ofan er myndskeið þegar Bjarki Már og félagar tóku við sigurlaununum úr hendi Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins í New Capital Sports Hall í Kaíró að viðstöddum um 3.000 áhorfendum, þar af nokkrum hópi Ungverja sem fylgdi liðinu á mótið.
Úrvalsmenn í úrvalsliði
Gísli Þorgeir og Ómar Ingi voru valdir í úrvalslið keppninnar í mótslok eins og sjá má hér að neðan.