Jafntefli varð í einvígi Íslendingaliðanna Lemgo og MT Melsungen í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld, 26:26. Lukas Hutecek tryggði Lemgo annað stigið þegar hann jafnaði metin þremur sekúndum fyrir leikslok í hnífjöfnum og dramatískum leik í Phoenix Contact Arena í Lemgo að viðstöddum liðlega 1.800 áhorfendum. Kai Häfner náði að skora fyrir Melsungen um hæl þegar sekúnda var eftir en þá hafði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen, beðið um leikhlé svo markið stóð ekki. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Huge drama in Lemgo!
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 8, 2021
Hutecek equalized with 3 seconds left. Häfner scored in empty net, but Gudmundsson took the team timeout just before.
Lemgo 26-26 Melsungen.#handball pic.twitter.com/olscBpDrcD