- Auglýsing -
Breki Hrafn Árnason markvörður Fram átti stórleik í gærkvöldi gegn Elverum í Evrópudeildinni í handknattleik. Þótt frammistaðan nægði ekki til sigurs þá hafa tilþrif þessa unga og efnilega markvarðar vakið verðskuldaða athygli. Breki Hrafn er í hópi þeirra fimm markvarða sem þóttu sýna hvað vöskustu frammistöðuna í leikjunum sextán sem fram fóru í gærkvöld.
Tvöföld markvarslan hans í fyrri hálfleik er á meðal tilþrifa umferðarinnar sem sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Reyndar varði Breki Hrafn þrjú skot í þessari sókn því eftir vítakastið sem Elverum fékk eftir að hafa varið frá Selfyssingnum Tryggva Þórissonar þá batt hann enda á sókn Elverum með þriðju markvörslunni.
- Auglýsing -