FH-ingurinn Brynjar Narfi Arndal, sem er aðeins ríflega 15 ára , skoraði glæsilegt mark beint úr aukakasti í lok fyrri hálfleiks í sigurleik FH á tyrkneska liðinu Nilüfer BSK í Bursa í Tyrklandi í gær. Með markinu skoraði hann 19. mark FH í leiknum og kom liðinu sjö mörkum yfir í hálfleik, 19:12.
FH vann leikinn með fimm marka mun, 34:29, en það nægði ekki til þess að komast í næstu umferð Evrópubikarkeppninnar vegna þess að fyrri leikurinn tapaðist með átta marka mun, 31:23.
Hér fyrir neðan markið góða sem Brynjar Narfi skoraði:
Brynjar Narfi hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði. Í síðasta mánuði varð hann yngstur til að skora mark í leik í efstu deild hér á landi og í febrúar varð hann yngstur til þess að taka þátt í leik í Olísdeildinni, liðlega 14 ára.
Sjá einnig:
Brynjar Narfi sá yngsti til að skora í efstu deild – á þar með tvö met
Brynjar Narfi sá lang yngsti til að leika í efstu deild – Geir átti aldursmetið