Pólska meistaraliðið Kielce birti í morgun myndskeið þar sem handknattleiksmaður Haukur Þrastarson heilsar upp á samherja sína eftir æfingu liðsins. Haukur sleit krossband í hné í byrjun desember og hefur sinnt endurhæfingu á Selfoss eftir aðgerð sem fram fór ytra fyrir jól. Með myndskeiðinu er haft eftir Hauki að horfur séu á að hann mæti til leiks á næsta keppnistímabili.
Endurhæfing heldur áfram í Póllandi undir stjórn þjálfara á vegum félagsins.
𝗛𝗮𝘂𝗸𝘂𝗿 Þ𝗿𝗮𝘀𝘁𝗮𝗿𝘀𝗼𝗻 oraz 𝗣𝗮𝘄𝗲ł 𝗣𝗮𝗰𝘇𝗸𝗼𝘄𝘀𝗸𝗶 ponownie są z nami! ✊
— Industria Kielce (@kielcehandball) March 14, 2023
💬 „Wrócę dopiero w przyszłym sezonie, ale jest nieporównywalnie lepiej niż po pierwszym urazie.” – 𝗛𝗮𝘂𝗸𝘂𝗿 Þ𝗿𝗮𝘀𝘁𝗮𝗿𝘀𝗼𝗻.#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/PrX7a7VueX
Samkvæmt heimildum handbolta.is bendir flest til þess aðgerðin að þessu sinni hafa heppnast betur en sú sem Haukur gekkst undir þegar hann sleit krossband í vinstra hné í byrjun vetrar 2020.
Haukur segir í samtali við mbl.is í dag að of snemmt sé að segja til um hvenær hann mætir til leiks. „En það er eiginlega ómögulegt að segja eitthvað til um það núna, það er svo stutt liðið og þetta er svo langt ferli,“ segir Haukur Þrastarson við mbl.is.
Ekki er óalgent að um ár líði frá aðgerð og þangað til handknattleikfólk mætir aftur út á völlinn eftir krossbandaslit, takist aðgerð vel, ekki síst endurhæfingin og að ekki komi babb komi í bátinn.