- Auglýsing -
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur sýndi einstakt drenglyndi þegar hann þakkaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara Noregs fyrir 15 ára starf eftir að Noregur vann Danmörku í úrslitaleik EM kvenna í kvöld. Jensen færði Þóri gjöf að skilnaði og sagði hann hafa fært handknattleik kvenna upp á hærri stall með störfum sínum.
Myndskeið að kveðjuávarpi Jensen er hér fyrir neðan.
„Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni,“ sagði Jensen með bros á vor. „Þú mátt vera stoltur af störfum þínum og að hafa með þeim sett ný viðmið fyrir handknattleik kvenna,“ sagði Jensen áður en hann afhenti Þóri pakka áður en þeir féllust í faðma.
- Auglýsing -