- Auglýsing -
Ekki er loku fyrir það skotið að fallegasta mark Evrópumóts karla hafi komið þegar í fyrstu umferð og það gegn Íslandi.
Hægri hornamaðurinn Leo Prantner skoraði gullfallegt mark þegar hann lagaði aðeins stöðuna í 39:26-tapi Ítalíu fyrir Íslandi í fyrstu umferð F-riðils í Kristianstad.
Prantner fékk boltann þegar hann var stokkinn inn í vítateiginn, tók við boltanum er hann sneri baki í markið og kom honum að lokum aftur fyrir sig með ótrúlegum hætti.
Líkast til var Prantner lentur þegar hann skaut boltanum framhjá Viktori Gísla Hallgrímssyni en miðað við fegurð hefði verið synd og skömm að dæma markið ógilt.
Myndskeið af markinu glæsilega má sjá hér:
- Auglýsing -



