Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson lét til sín taka í dag með Wisla Plock þegar liðið vann stórsigur á Górnik Zabrze, 41:21, á heimavelli í síðasta leik liðanna í pólsku úrvalsdeildinni á árinu. Hann mætti til leiks þegar á leið viðureignina og varði níu skot, þar af eitt vítakast, 45%.
Eins sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan lét Viktor Gísli sér ekki nægja að verja vítakastið heldur varði hann einnig næsta skot á eftir vegna þess að sá sem geigaði á vítakastinu náði frákastinu. Viktor Gísli sá til þess með lipurlegum tilþrifum að sóknarmaður Górnik Zabrze hafði ekki erindi sem erfiði, hvorki í fyrstu né annarri tilraun.
Leikmenn Wisla Plock fara í jólaleyfi með fullt hús stiga í efsta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar. Þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur fyrr en í febrúar vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik sem á sviðið í næsta mánuði. Viktor Gísli verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á mótinu.