- Auglýsing -
Þótt norska meistaraliðið Elverum hafi tapað á heimavelli í kvöld fyrir Danmerkurmeisturum Aalborg, 34:28, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, þá leikur vart vafi á að Tobias Grøndahl leikmaður Elverum skoraði glæsilegasta mark leiksins, sannkallað sirkusmark. Grøndahl stökk inn í teiginn, greip boltann í loftinu og sneri sér í hálfhring og skoraði. Mikael Aggefors, markvörður Aalborg, sem átti stórleik, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
😍 WOW! Behind-the-back in-flight magic from @TobiasGrondahl for @ElverumHandball! #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/DiPSmhrYGN
— EHF Champions League (@ehfcl) December 8, 2021
- Auglýsing -