Markið glæsilega sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði gegn Frökkum var valið flottasta markið sem skoraði var í milliriðlakeppni Evrópumótsins. Að margra mati er markið besta sem gert hefur verið í keppninni fram til þessa.
Handknattleikssamband Evrópu tók saman fimm glæsilegustu mörk milliriðlakeppninnar og setti saman í eitt myndskeið sem finna má hér fyrir neðan.
Óðinn Þór stökk inn úr horninu, greip sendingu Gísla Þorgeirs Kristjánsson og kastaði aftur fyrir sig á milli markvarðar og markstangar. Minnkaði muninn um leið í tvö mörk, 15:13. Eins og nærri má geta vakti markið mikla kátínu á meðal 19 þúsund áhorfenda í Lanxess Arena í Köln.
Óðinn Þór skoraði með svipuðu skoti eftir hraðaupphlaup í leiknum við Króata.
Myndskeið með fimm bestu mörkum milliriðlakeppni EM karla:
The 𝙏𝙊𝙋 𝙂𝙊𝘼𝙇𝙎 of the main round 😍🚀
— EHF EURO (@EHFEURO) January 25, 2024
5⃣ Magnus Gullerud 🇳🇴
4⃣ Richárd Bodó 🇭🇺
🥉 Tilen Kodrin 🇸🇮
🥈 Jim Gottfridsson 🇸🇪
🥇 Odinn Thor Rikhardsson 🇮🇸#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/5Kl53LlkST