Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon áttu stærstan þátt í að SC Magdeburg vann danska meistaraliðið GOG, 36:34, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Magdeburg í kvöld. Gísli Þorgeir fór á kostum og skoraði m.a. sex mörk í fyrri hálfleik. Ómar Ingi tók við keflinu í síðari hálfleik, ekki síst síðasta stundarfjórðunginn, og sá til þess að Magdeburg fékk bæði stigin. Hann skoraði og lagði upp mörk.
Ómar Ingi skoraði 11 mörk og átti fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir var næst markahæstur með átta mörk auk tveggja stoðsendinga. Emil Madsen skoraði 10 mörk fyrir GOG og Simon Pytlick var næstur með níu mörk.
ÓMAR INGI MAGNUSSON! Do we need to say more? Incredible! 👏😮#ehfcl @SCMagdeburg pic.twitter.com/Fsh8Eo3TET
— EHF Champions League (@ehfcl) December 7, 2022
Í hinum leik A-riðils í kvöld vann PSG liðsmenn Porto, 35:33, í Porto. PSG er þar með efst með 16 stig, þremur meira en Veszprém sem á leik inni annað kvöld. Magdeburg situr áfram í þriðja sæti með stigin sín 12 eftir sigurinn í kvöld.
Omar Ingi Magnussen is an absolute monster!! 11 goals 5 assists!
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 7, 2022
Kristjansson with 8 goals.
I’m so ready for Iceland to take the World Championship by storm in January.
Fór á toppinn
Í B-riðli vann pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce ungversku meistarana, Pick Szeged í Szeged, 31:28, í hörkuleik þar sem alvarleg meiðsli Hauks Þrastarsonar í fyrri hálfleik settu sterkan svip á leikinn. Kielce er efst í riðlinum, stigi fyrir ofan Barcelona, sem á einn leik upp í erminni.

Dean Bombac skoraði sex mörk og Miguel Martins fimm fyrir Szeged. Arkadiusz Moryto skoraði átta mörk fyrir Kielce og Dylan Nahi og Nicolas Tournat fimm mörk hvor. Haukur hafði skorað tvö mörk þegar hann meiddist síðla í fyrri hálfleik.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark fyrir norska meistaraliðið Elverum í þriggja marka tapleik fyrir Celje Lasko í Slóveníu, 29:26.
Staðan í A-riðli:
PSG | 9 | 8 | 0 | 1 | 324 – 285 | 16 |
Veszprém | 8 | 6 | 1 | 1 | 258 – 240 | 13 |
Magdeburg | 9 | 5 | 2 | 2 | 295 – 278 | 12 |
D.Búkarest | 8 | 4 | 1 | 3 | 246 – 245 | 9 |
GOG | 9 | 3 | 1 | 5 | 297 – 302 | 7 |
Wisla Plock | 8 | 2 | 1 | 5 | 223 – 236 | 5 |
PPD Zagreb | 8 | 2 | 1 | 5 | 223 – 242 | 5 |
Porto | 9 | 0 | 1 | 8 | 257 – 295 | 1 |
Staðan í B-riðli:
Kielce | 9 | 8 | 0 | 1 | 303 – 277 | 16 |
Barcelona | 8 | 7 | 1 | 0 | 280 – 232 | 15 |
Nantes | 8 | 6 | 0 | 2 | 281 – 248 | 12 |
Aalborg | 8 | 3 | 1 | 4 | 267 – 261 | 7 |
THW Kiel | 8 | 2 | 2 | 4 | 263 – 263 | 6 |
Pick Szeged | 9 | 3 | 0 | 6 | 276 – 291 | 6 |
Celje | 9 | 2 | 0 | 7 | 267 – 307 | 4 |
Elverum | 9 | 1 | 0 | 8 | 250 – 308 | 2 |