- Auglýsing -

Myndskeið: Nítján mörk hjá Ómari Inga og Gísla Þorgeiri

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon áttu stærstan þátt í að SC Magdeburg vann danska meistaraliðið GOG, 36:34, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Magdeburg í kvöld. Gísli Þorgeir fór á kostum og skoraði m.a. sex mörk í fyrri hálfleik. Ómar Ingi tók við keflinu í síðari hálfleik, ekki síst síðasta stundarfjórðunginn, og sá til þess að Magdeburg fékk bæði stigin. Hann skoraði og lagði upp mörk.


Ómar Ingi skoraði 11 mörk og átti fimm stoðsendingar. Gísli Þorgeir var næst markahæstur með átta mörk auk tveggja stoðsendinga. Emil Madsen skoraði 10 mörk fyrir GOG og Simon Pytlick var næstur með níu mörk.


Í hinum leik A-riðils í kvöld vann PSG liðsmenn Porto, 35:33, í Porto. PSG er þar með efst með 16 stig, þremur meira en Veszprém sem á leik inni annað kvöld. Magdeburg situr áfram í þriðja sæti með stigin sín 12 eftir sigurinn í kvöld.

Fór á toppinn

Í B-riðli vann pólska meistaraliðið Łomża Industria Kielce ungversku meistarana, Pick Szeged í Szeged, 31:28, í hörkuleik þar sem alvarleg meiðsli Hauks Þrastarsonar í fyrri hálfleik settu sterkan svip á leikinn. Kielce er efst í riðlinum, stigi fyrir ofan Barcelona, sem á einn leik upp í erminni.

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff var öflugur í marki Lomza Industria Kielce gegn Pick Szeged í kvöld. Mynd/EPA


Dean Bombac skoraði sex mörk og Miguel Martins fimm fyrir Szeged. Arkadiusz Moryto skoraði átta mörk fyrir Kielce og Dylan Nahi og Nicolas Tournat fimm mörk hvor. Haukur hafði skorað tvö mörk þegar hann meiddist síðla í fyrri hálfleik.


Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark fyrir norska meistaraliðið Elverum í þriggja marka tapleik fyrir Celje Lasko í Slóveníu, 29:26.


Staðan í A-riðli:

PSG9801324 – 28516
Veszprém8611258 – 24013
Magdeburg9522295 – 27812
D.Búkarest8413246 – 2459
GOG9315297 – 3027
Wisla Plock8215223 – 2365
PPD Zagreb8215223 – 2425
Porto9018257 – 2951


Staðan í B-riðli:

Kielce9801303 – 27716
Barcelona8710280 – 23215
Nantes8602281 – 24812
Aalborg8314267 – 2617
THW Kiel8224263 – 2636
Pick Szeged9306276 – 2916
Celje9207267 – 3074
Elverum9108250 – 3082
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -