Handknattleiksmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss og Magnús Óli Magnússon leikmaður Vals eiga tvö af fimm glæsilegustu mörkunum sem skoruð voru í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik.
Handknattleikssamband Evrópu hefur tekið saman myndskeið, sem er finna hér fyrir neðan, þar sem tekin eru saman fimm mörk sem sem skoruð voru í riðlakeppninni og þykja afar vel heppnuð.
Mark Óðins Þórs beint úr hornkasti í viðureign Kadetten og Benfica þykir bera af og hreppir fyrsta sætið. Afar óvenjulegt mark.
Eitt marka Magnúsar Óla fyrir Val í heimaleiknum við Benidorm í síðasta mánuði situr í fjórða sæti listans enda einstaklega snoturlega skorað.
The award of the best goal of the group phase goes to: ______ #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 15, 2023
5️⃣ Nikola Ivanovic | @HT_TatranPresov 🤯
4️⃣ Magnús Óli Magnússon | Valur 😎
3️⃣ Esteban Salinas | @BMGranollers 😱
2️⃣ Ramiro Martinez | @bmbenidorm 😳
1️⃣ Odin Thor Rikhadsson | @kadettensh 🚀 pic.twitter.com/WLrH2nyHbC
Fyrri umferð 16-liða úrslita hefjast í næstu viku. Þýska liðið Göppingen sækir Val heim í Origohöllina á þriðjudaginn.
Leikurinn hefst klukkan 19.45 og eftir því sem næst verður komist ríkir talsverð eftirvænting fyrir leiknum. Síðari viðureignin fer fram Þýskalandi 28. mars.
Óðinn Þór og félagar í Kadetten leika við sænska meistaraliðið Ystads IF sem var með Val í riðli í keppninni. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.