FH-ingar leika síðasta leik sinn í Evrópudeildinni í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld þegar franska liðið Fenix Toulouse mætir til leiks. Flautað verður til leiks klukkan 19.45 er rétt að hvetja alla handknattleiksunnendur til þess að fjölmenna og styðja FH-inga utan vallar sem innan í loka þessa ævintýris sem þáttakan hefur verið hjá félaginu.
Þátttaka FH og Vals hefur kyddað upp keppnistímabilið. Hinsvegar er alveg ljóst að til þess að gerlegt sé að íslensk félagslið taki þátt í keppninni þá verður handknattleiksáhugafólk að mæta og styðja liðið.
FH-ingar hafa sent frá sér hvatningu frá Steina og leikmönnum FH í tilefni leiksins í kvöld. „Öðruvísi nálægð sem fólk elskar að sjá,“ eins og segir til í tilkynningu frá fjölmiðladeild FH.