Orri Freyr Þorkelsson átti mjög góðan leik með Elverum í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Viktori Gísla Hallgrímssyni og samherjum hans í Nantes, 42:36, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Orri Freyr skoraði fimm mörk í sex skotum og var næst markahæsti maður liðsins. Hér fyrir neðan má sjá eitt marka hans í leiknum.
🤯How? Just how, Orri Freyr Þorkelsson? @ElverumHandball / #ehfcl pic.twitter.com/LEGLvZYq6d
— EHF Champions League (@ehfcl) February 15, 2023
Eins og sést í myndskeiðinu hér fyrir ofan þá stóð Viktor Gísli ekki í mark Nantes þegar Orri Freyr skoraði markið góða. Viktor Gísli náði sér ekki á strik og varði aðeins eitt skot þann tíma sem hann var í marki Nantes í leiknum.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Aalborg Håndbold þegar liðið tapaði með fimm marka mun í heimsókn til Industria Kielce í Póllandi, 33:28. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15. Pólska meistaraliðið var sterkara í síðari hálfleik og heldur öðru sæti B-riðils með 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Barcelona er efst með 23 stig. Evrópumeistararnir unnu nauman sigur í Celje í Slóveníu í kvöld 28:27.
Aðeins var einn leikur í A-riðli Meistaradeildarinnar. Dönsku meistararnir GOG unnu öruggan sigur á Wisla Plock á Fjóni, 31:24. GOG eru í fjórða sæti A-riðils og hafa komið skemmtilega á óvart í vetur.
Staðan í riðlunum: