Sænski landsliðsmarkvörðurinn Jessica Ryde varði hreint á ótrúlegan hátt undir lok leiks Frakka og Svía í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í kvöld.
Svíar voru fjórum mörkum undir, 29:25, og höfðu kallað Ryde af leikvelli til þess að fjölga um einn leikmann í sókninni. Sænska liðið missti boltann sem barst til markvarðar Frakka, Cleopatre Darleux. Hún hikaði ekki, kastaði boltanum í áttina að sænska markinu. Allt benti til að Darleux skoraði. Ryde var á öðru máli. Hún kom á grenjandi siglingu frá hliðarlínunni og kastaði sér eins og köttur á eftir mús í átt að boltanum og tókst á ótrúlegan hátt að verja mark sitt eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Play of the day, brought to you by 🇸🇪 Jessica Ryde 🤯#Spain2021 #sheloveshandball @hlandslaget pic.twitter.com/hC4DA9LBwp
— International Handball Federation (@ihf_info) December 15, 2021