Bæði Sigvalda Birni Guðjónssyni og Mikkel Hansen brást bogalistin í vítaköstum á örlagastundum í leikjum með með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka sá við Sigvalda rúmri mínútu fyrir leikslok í viðureign Kolstad og PSG í París í stöðunni 27:27, en myndskeið er að finna hér rétt fyrir neðan.
#MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓
— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023
PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf
Leiknum lauk 28:28. Sigvaldi Björn skoraði sjö mörk. Sander Sagosen skoraði 10 mörk gegn sínu gamla liði og var markahæstur hjá norsku meisturunum.
Elohim Prandi skoraði 10 mörk fyrir PSG. Kamil Syprzak var næstur með fjögur mörk.
Hansen skaut boltanum yfir mark THW Kiel hálfri mínútu fyrir leikslok, einnig í stöðunni 27:27, en áður hafði Aalborg liðið skorað sex mörk í röð og unnið sig úr mikill klípu sem það var komið í. Hansen gat skoraði sjöunda mark í röð og hugsanlega tryggt liðinu sigur.
𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓
— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023
Mikkel Hansen had the chance to make it a 7-0-run in the last 8 minutes to win the game for #AalborgHandbold… And then this happened 👀#ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/gVgeYTfi13
Í þriðja leik kvöldsins vann ungverska liðið Pick Szeged meistaralið Norður Makedóníu, 28:27, í hnífjönfum leik í Bitola í Norður Makedóníu.
Staðan í riðlakeppni Meistaradeildar eftir leiki kvöldsins. Aðeins var leikið í A-riðli. Fimm leikir verða háðir annað kvöld, fjórir í B-riðli og einn í A-riðli.