- Auglýsing -
Elliði Snær Viðarsson er í liði 2. umferð þýsku 1. deildarinnar eftir að hafa farið á kostum með Gummersbach gegn Melsungen á fimmtudagskvöld á heimavelli. Elliði skoraði m.a. átta mörk í átta skotum í leiknum sem Gummersbach vann, 29:28.
Þar af skoraði Eyjapeyinn þrjú mörk beint frá miðju en eitt þeirra er að sjá í myndskeiði hér fyrir neðan. Mörk með skotum frá miðju en nánast orðið vörumerki Elliða Snæs. Hann hefur náð ótrúlegri nákvæmni í skotum þessum.

- Auglýsing -