Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðsins á glæsilegustu tilþrif síðasta keppnistímabils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. EHF hefur tekið saman tíu glæsilegustu tilþrif markvarða. Hiklaust var ævintýraleg varsla Viktors Gísla í leik við THW Kiel snemma tímabilsins efst á blaði, og skal engan undra.
Patrick Wiencek freistaði þess að vippa boltanum yfir Viktor Gísla og virtist ætla að takast ætlunarverk sitt þegar snerpa og útsjónarsemi Viktors Gísla varð þess valdandi að Wiencek varð ekki kápan í úr því klæðinu.
Myndskeið með glæsilegustu vörslum markvarða í leikjum Meistaradeildar er finna hér fyrir neðan. Stórbrotin tilþrif Viktors Gísla er rúsínan í pylsuendanum, þ.e. síðast í röðinni.
𝗧𝗼𝗽 𝟭𝟬 𝗕𝗘𝗦𝗧 𝗦𝗔𝗩𝗘𝗦 𝗼𝗳 𝘁𝗵𝗲 𝗦𝗲𝗮𝘀𝗼𝗻 | 𝗠𝗮𝗰𝗵𝗶𝗻𝗲𝘀𝗲𝗲𝗸𝗲𝗿 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻𝘀 𝗟𝗲𝗮𝗴𝘂𝗲 𝟮𝟬𝟮𝟮/𝟮𝟯 #ehfcl
— EHF Champions League (@ehfcl) July 4, 2023
🥇 Viktor HALLGRÍMSSON | @HBCNantes
🥈 Andreas PALICKA | @psghand
🥉 Andreas WOLFF | @kielcehandball pic.twitter.com/AvPVrR0gSy