Teitur Örn Einarsson hefur svo sannarlega komið eins og stormsveipur inn í lið Flensburg á síðustu tveimur vikum eftir skipti hans frá Kristianstad í Svíþjóð. Nú hefur bæst rós í hnappagat Selfyssingsins kraftmikla því EHF tilkynnti í morgun að hann væri í liði 6. umferðar í Meistaradeildinni. Þar er hann ekki amalegum félagsskap eins sjá má á myndskeiðinu sem fylgir með hér fyrir neðan.
Teitur Örn lék afar vel og skoraði sjö mörk í fyrsta sigurleik Flensburg í Meistaradeildinni á fimmtudaginn, hvert og eitt með sannkölluðum bylmingsskotum eins og sást á myndskeiði sem m.a. var birt á handbolta.is í gærmorgun.
Maik Machulla, þjálfari Flensburg, líkti Teiti Erni eftir leikinn við Alexander Petersson. „Teitur er eins og Alexander var fyrir fimmtán árum,“ sagði Machulla á blaðamannafundi og bætti við að hafa vitað að piltur væri kraftmikill en hvort hann félli að leik liðsins hafi verið meira spurningamerki. Nú hafi spurningunni verið svarað.
Outstanding performances from those 7 players 👏
— EHF Champions League (@ehfcl) October 30, 2021
Which one impressed you the most = _______? 👇#ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/D8xyZinOV6