Thea Imani Sturludóttir leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna er í úrvalsliði tveggja fyrstu umferðanna i undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna.
Handknattleikssamband Evrópu hefur tekið saman tilþrif sjö leikmanna í fyrstu og annarri umferð keppninnar og birt í myndskeiði sem m.a. má sjá hér fyrir neðan.
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk handknattleikskona vekur slíka athygli en Thea Imani lét mjög til sína taka í sigurleikjum við Lúxemborg og Færeyjar.
Samantektina er finna í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Meet our 𝗕𝗘𝗦𝗧 𝟳 for the #ehfeuro2024 qualifiers! 🙌 These players have shone among the rest in Round 1&2. 🔝
— EHF EURO (@EHFEURO) October 17, 2023
Anyone missing from the list? 👇 #catchthespirit #ehfeuro pic.twitter.com/bssA0J2jxq
Tengdar fréttir: