- Auglýsing -
Teitur Örn Einarsson skoraði sjö mörk í gær þegar Flensburg vann HC Motor, 34:27, í Meistaradeild Evrópu og átti drjúgan þátt í fyrsta sigri þýska liðsins í Meistaradeildinni á tímabilinu.
Segja má um Teit Örn að hann sé þekktur fyrir sín þrumuskot. Hér fyrir neðan er myndskeið með fjórum bylmingsskotum Selfyssingsins í leiknum á heimavelli í gær.
- Auglýsing -