Ungverska liðið Györ Audi ETO KC og þýsku meistararnir SG BBM Bietigheim leika til úrslita í Meistaradeild kvenna í handknattleik í MVM Dome í Búdapest á morgun. Györ vann dönsku meistarana Team Esbjerg með minnsta mun, 24:23, í æsispennandi undanúrslitaleik í dag. Esbjerg leikur þar með í þriðja sinn um bronsverðlaun í keppninni.
Danski landsliðsmarkvörðurinn Sandra Toft tryggði Györ sigurinn á síðustu sekúndu þegar hún varði skot frá Sanna Solberg leikmanni Esbjerg. Áður höfðu leikmenn Györ tapað boltanum í síðustu sókn sinni.
Bietigheim, sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, vann öruggan sigur á franska liðinu á Metz, 36:29. Úrslitin teljast nokkuð óvænt í ljósi þess að Metz hefur leikið einna best allra liða í keppninni á leiktíðinni. Reyndar var Metz marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14. Þýska meistaraliðið réði lögum og lofum í síðari hálfleik.
Esbjerg – Györ 24:23 (9:13).
Mörk Esbjerg: Nora Mørk 6, Henny Reistad 5, Michala Møller 4, Sanna Solberg 4, Anne Peterson 3, Live Rushfeldt 1.
Varin skot: Anna Opstrup Kristensen, 5, 21,7% – Amalie Milling 3, 33,3%.
Mörk Györ: Estelle Nze-Minko 6, Nadine Szollosi-Schatzl 4, Kari Dale 3, Ana Gros 3, Stine Oftedal 3, Viktoria Gyori-Lukacs 2, Veronica Kristiansen 1, Eun Hee Ru 1, Bruna Almeida 1.
Varin skot: Sandra Toft 13, 39,3%.
Metz – SG BBM Bietigheim 29:36 (15:14).
Mörk Metz: Chloé Valentini 5, Louise Katharina Vinter Burgaard 5, Aliana Grijseels 4, Anne Mette Hansen 4, Lucie Granier 4, Kristiana Jøregnsen 3, Sarah Bouktit 3, Djazz Chambertin 1.
Varin skot: Hatadou Sako 7, 20,5%, Camille Depuiset 0.
Mörk Bietigheim: Xenia Smits 9, Karolina Kudlacz-Gloc 6, Kaba Gassama Cissokho 5, Kelly Dulfer 5, Inger Smits 4, Veronika Mala 3, Jenny Behrend 2, Antje Döll 1, Sofia Hvenfelt 1.
Varin skot: Grabriela Goncalves Dias Moreschi 16, 35,5%.
Úrslitaleikur Györ og Bietigheim hefst klukan 16 á morgun, sunnudag. Áður eigast við Esbjerg og Metz um þriðja sæti klukkan 13. Mögulegt að fylgjast með útsendingu beggja leikja á EHF.tv.com á netinu.