Valur lauk keppni í Evrópudeild karla í handknattleik á þriðjudagskvöld þegar lið félagsins tapaði öðru sinni fyrir Göppingen frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnnar.
Leikmenn Vals kvöddu keppnina með tilþrifum. Tryggvi Garðar Jónsson, sem skoraði 11 mörk í Göppingen á þriðjudaginn, átti aðra vikuna í röð eitt af fimm bestu mörkum umferðinnar. Sannkallað bylmingsskot hjá Tryggva Garðari.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, var með eina af markvörslum umferðarinnar, en hann átti einnig góðan leik gegn Göppingen ytra.
Myndskeið með samantekt af fimm bestu mörkunum og af fimm glæsilegustu markvörslunum er að finna hér fyrir neðan.
Mörkin fimm:
Best goal of the round is: _______ 🚀 #RoadToFlensburg #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 29, 2023
5️⃣ Tryggvi Jónsson | @valurhandbolti 🔥
4️⃣ Julius Lindskog Andersson | @YIFhandboll 😎
3️⃣ Torben Petersen | Skanderborg-Aarhus 😳
2️⃣ Demis Grigoras | @SLBenfica 🤯
1️⃣ Lasse Møller | @SGFleHa 😱 pic.twitter.com/woxcADnQHL
Markvarsla:
King Pilipovic strikes again 🙌🤯 #RoadToFlensburg #ehfel
— EHF European League (@ehfel_official) March 29, 2023
5️⃣ Björgvin Gustavsson | @valurhandbolti 😮🔥
4️⃣ Salah Boutaf | Skanderborg-Aarhus 💪
3️⃣ Rangel Luan | @BMGranollers 😱
2️⃣ Benjamin Buric | @SGFleHa 🚀
1️⃣ Kristian Pilipovic | @kadettensh 😳🤯 pic.twitter.com/zng0PYoSeG