- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Tryggvi og félagar töpuðu eftir maraþonleik

Tryggvi Þórisson leikmaður IK Sävehof. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Eftir sannkallaðan maraþonleik í Partille í kvöld þá máttu Tryggvi Þórisson og samherjar í IK Sävehof bíta í það súra epli að tapa fyrir IFK Kristianstad í annarri viðureign liðanna í úrslitum um sænska meistaratitilinn í kvöld, 45:44. Staðan er þar með jöfn. Hvort lið hefur unnið einn leik en Sävehof vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kristianstad á föstudaginn með fimm marka mun, 34:29.

Virtust skora löglegt mark

Leikmenn Kristianstad voru skrefinu á undan lengst af í viðureigninni í kvöld. Eftir að Sävehof skoraði tvö síðustu mörkin og jöfnuðu, 33:33, virtist Kristianstad skora löglegt mark á síðustu sekúndur og tryggja sér sigur. Dómarar leiksins tóku sér þrjár mínútur til þess að velta fyrir sér hvort markið væri gott og gilt. Þeir felldu loks dóm um að markið hafi verið skorað eftir að leiktíminn var úti.

Þar með varð að framlengja, ekki einu sinni, heldur tvisvar um 2×5 mínútur.

Tryggvi hafði sig ekki mikið í frammi í leiknum. Sebastian Karlsson var markahæstur hjá Sävehof með 10 mörk og Elias Ellefsen á Skipagøtu var næstur með sjö mörk. Markus Olsson skoraði 14 mörk fyrir Kristianstad.

Næsti leikur fer fram í Kristianstad á fimmtudaginn. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður krýndur sænskur meistari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -