„Þeir yfirspiluðu okkur frá byrjun, allt gekk upp hjá þeim á meðan við klikkuðum á skotum hinum megi valllarins. Þetta var bara allt í pati hjá okkur,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörunna eftir 12 marka tap fyrir Aftureldingu í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld, 35:23.
Stjarnan er þar með úr leik en Aftureldingarmenn halda áfram leik í undanúrslitum.
Hrannar sagðist ekki hafa eina skýringu af hverju svona fór hjá hans mönnum, hvort spennustigið hafi ekki verið í lagi eða eitthvað annað því þeir voru slegnir út af laginu strax í upphafi leiksins. Allt gekk hreinlega upp frá byrjun hjá Mosfellingum meðan flest fór í skrúfuna hjá Stjörnunni jafnt í vörn sem sókn.
Hrannar sagðist vera ánægður með að hans menn héldu áfram leikinn á enda þrátt fyrir mikinn mótbyr. Margt af því sem gert hefur verið á síðustu vikum og mánuðum má taka með inn í næsta keppnistímabil.
„Auðvitað vildum við meira en að hafna í sjöunda sæti í deildinni og falla úr leik í átta liða úrslitum. En við erum taka skref fram á við sem lið og klúbbur,“ sagði Hrannar Guðmundsson í samtali við handbolta.is í kvöld.
Nánar er rætt við Hrannar á myndskeiðinu efst í fréttinni.
Sjá einnig:
Aftureldingarmenn kjöldrógu Stjörnumenn
Olís karla: Leikjadagskrá, úrslitakeppni
Myndskeið: Stórkostlegur leikur af okkar hálfu
Myndskeið: Erum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí