- Auglýsing -
Frammistaða unglingalandsliðsmannsins hjá Val, Daníels Montoro, hefur vakið athygli þeirra sem stýra umræðunnni í Handboltahöllinni, vikulegum þætti um handbolta í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Í síðasta þætti var brugðið upp nokkrum svipmyndum frá leikjum Daníels með samherjum sínum.
„Þetta er frábær hornamaður,“ sagði Ásbjörn Friðriksson einn sérfræðinga Handboltahallarinnar. „Hann er fæddur 2007, með gott hopp, bíður og horfir á markvörðinn. Það verður gaman að fylgjast með honum í framhaldinu,“ sagði Ásbjörn ennfremur.
Myndskeið úr Handboltahöllinni með tilþrifum Daníels er að finna hér fyrir neðan.