„Mér fannst þær bara grimmari en við,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram eftir fimm marka tap fyrir Haukum, 25:20, í úrslitaleik Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag. Fram komst aldrei yfir í leiknum og tókst aldrei að sýna sitt rétt andlit, einkum í sóknarleiknum.
„Við lentum í basli í sóknarleiknum í fyrri hálfleik, náðum aldrei réttu flæði. Þetta hafði áhrif á okkur, fannst mér,“ sagði Rakel Dögg en Fram skoraði aðeins sex mörk í fyrri hálfleik, þar af aðeins eitt síðasta stundarfjórðunginn í mjög kaflaskiptum leik.
Fram skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir 7 mínútur og 50 sekúndur. Þá komu fimm á stuttum kafla.
„Mér fannst við leika betur í síðari hálfleik en það bara nægði ekki til. Haukar léku gríðarlega vel og höfðu stemninguna með sér. Þegar upp er staðið þá áttu Haukar skilið að vinna. Við náðum okkur bara aldrei almennilega í gang,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram.
Lengra viðtal við Rakel er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.
Átján ára bið Haukakvenna á enda – bikarmeistarar 2025
Fyrst og fremst frábær leikur hjá okkur
Vörnin small og ég er svo sátt
Poweradebikarinn – fréttasíða.