Nær öruggt er að Arna Valgerður Erlingsdóttir verði á næstu dögum ráðin þjálfari KA/Þórs í handknattleik kvenna. Akureyri.net segir frá.
Hún tekur við af Andra Snæ Stefánssyni sem ákvað að hætta í vor eftir að hafa náð frábærum árangri á síðustu þremur árum.
Arna Valgerður þekkir vel til í herbúðum KA/Þórs. Hún var til að mynda aðstoðarþjálfari KA/Þórs á síðustu leiktíð. Einnig lék Arna Valgerður með liðinu fyrir nokkrum árum en varð að hætta alltof snemma vegna meiðsla sem lengi höfðu sett strik í hennar reikning.
Með væntanlegri ráðningu Örnu Valgerðar til KA/Þórs verða tvær konur aðalþjálfarar í átta liða Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Sólveig Lára Kjærnested er þjálfari nýliða ÍR. Þar að auki verða a.m.k. þrjár aðstoðarþjálfarar, Díana Guðjónsdóttir hjá Haukum, Elíasbet Gunnarsdóttir með Stjörnunni og Rakel Dögg Bragadóttir hjá Fram.