- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naglbítur á Nesinu

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta vann ÍR með eins marks mun í háspennuleik í kvöld, 16:15, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Leikið var í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi og var heimaliðið með eins marks forskot að loknum fyrri hálfleik, 8:7.

Liðin mætast öðru sinni í Austurbergi á laugardaginn. Takist ÍR á laugardaginn að svara fyrir tapið í kvöld kemur til oddaleiks í Hertzhöllinni á þriðjudagskvöld.


Varnarleikur og markvarsla var aðal liðanna í kvöld í miklum baráttuleik. Sannkölluðum naglbít. M.a. varði Soffía Steingrímsdóttir, markvörður Gróttu 13 skot, sem er liðlega 46% hlutfallsmarkvarsla.

Soffía Steingrímsdóttir, markvörður Gróttu, varði vel í kvöld. Katrín Helga Sigurbergsdóttir t.v. og Ágústa Huld Gunnarsdóttir t.h. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Karen Ösp Guðbjartsdóttir, markvörður ÍR, átti einnig stórleik í markinu. Hún var með 48% hlutfallsmarkvörslu, varði 14 skot.


Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gísladóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Mörk ÍR: Hildur María Leifsdóttir 5, Stefanía Ósk Hafberg 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Adda Sólbjört Högnadóttir 1, Auður Valdimarsdóttir 1, Sylvía Jónsdóttir 1.

Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, þjálfari ÍR, og leikmenn hans hafa ekki sagt sitt síðasta í einvíginu við Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -