- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naglbítur í Esbjerg

Leikmenn CSM Bucaresti fagna sigrinum í Esbjerg í dag eftir hnífjafnan leik. Cristina Neagu (8) skoraði sigurmarkið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annarri umferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna lauk í dag með þremur leikjum. Það var heldur betur boðið uppá naglbít í Danmörku þegar að Esbjerg og CSM Bucaresti áttust við. Jafnt var á nánast öllum tölum en að lokum var það stórskyttan Cristina Neagu sem skoraði sigurmarkið, 30:29, þegar 3 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði CSM stigin tvö.

Leikur Metz og Bietigheim var heldur ójafnari þar sem franska liðið var mun betra. Það tók Metz í raun aðeins 10 mínútur að gera út um leikinn en þá var það komið með átta marka forskot, 9:1. Olga Perederiy línumaður Metz var allt í öllu og skoraði 11 mörk og átti stóran þátt í öruggum níu marka sigri, 36:27, á lánlausu liði Bietigheim.

Í þriðja leik dagsins tók Dortmund á móti stjörnumprýddu liði Brest. Það var mjög snemma ljóst hvorum megin sigurinn myndi hafna. Þær frönsku sýndu mátt sinn og náðu fljótt öruggri forystu sem þær létu aldrei af hendi og fór svo að lokum að Brest vann tólf marka sigur 41:29.

Úrslit dagsins

Esbjerg 29-30 CSM Bucaresti (15-17)
Markaskorarar Esbjerg: Sonja Frey 7, Sanna Solberg 6, Mette Tranborg 5, Vilde Ingstad 4, Kristine Breistol 3, Marit Malm Frafjord 1, Marit Jacobsen 1, Annette Jensen 1, Kaja Nielsen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 17.
Markaskorarar CSM: Cristina Neagu 10, Siraba Dembele 5, Crina Pintea 4, Elizabeth Omoregie 4, Barbara Lazovic 3, Carmen Martin 2, Gabriela Perianu 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 6, Denisa Dedu 2.

Metz 36-27 Bietigheim (18-8)
Markaskorarar Metz: Olga Perederiy 11, Louise Burgaard 5, Tjasa Stanko 5, Orlane Kanor 5, Laura Kanor 3, Melvine Deba 2, Maud-Eva Copy 2, Sarah Bouktit 2, Meline Nocandy 1.
Varin skot: Hatadou Sako 12.
Markaskorarar Bietigheim: Julia Maidhof 8, Stine Jorgensen 7, Kim Naidzinavicius 5, Xenia Smits 2, Luisa Schulze 2, Amelie Berger 2, Trine Jensen 1.
Varin skot: Emily Sando 6.

B.Dortmund 29-41 Brest (13-23)
Markaskorarar Dortmund: Delaila Amega 5, Inger Smits 4, Tina Abdulla 3, Alina Grijseels 3, Clara Danielsson 2, Jennifer Rode 2, Kelly Vollebregt 2, Kelly Dulfer 2, Johanna Stockschlader 2, Tessa Val Zijl 2, Jennifer Gutierrez 1, Merel Freriks 1.
Varin skot: Isabell 6, Yara Ten Holte 6.
Markaskorarar Brest: Ana Gros 7, Coralie Lassource 6, Pauletta Foppa 5, Monika Kobylinska 4, Djurdjina Jaukovic 4, Kalidiatou Niakate 3, Isabelle Gullden 2, Sladjana Pop-Lazic 2, Tonje Loseth 2, Pauline Coatanea 2, Alicia Toublanc 2, Constance Mauny 2.
Varin skot: Cleopatre Darleux 8, Sandra Toft 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -