- Auglýsing -
Nathan Doku Helgi Asare hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. Hann er fæddur árið 2006 og er þrátt fyrir ungan aldur á sínu þriðja tímabili í meistaraflokki. Nathan leikur í stöðu línumanns og er öflugur á báðum endum vallarins.
Hann hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands undanfarin ár. Kátína ríkir innan raða ÍR með ákvörðun Nathans að halda tryggð við sitt félag.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -




