Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HC Erlangen í kvöld þegar liðið tapaði naumlega fyrir THW Kiel í öðrum leik nýs keppnistímabils í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:29. Erlangen var marki yfir í hálfleik, 13:12
Viðureignin í kvöld var sú fyrsta hjá Andra Má með HC Erlangen í þýsku 1. deildinni. Hann gekk til liðs við félagið í sumar eins og einhverjum er e.t.v. í fersku minni. Öll mörk sín skoraði Andri Már í síðari hálfleik.
Viggó átti þrjár stoðsendinga og skoraði eitt af fjórum mörkum sínum úr vítakasti. Andri Már átti ekki stoðsendingu. Christopher Bissel var markahæstur hjá HC Erlangen með sex mörk.
Emil Madsen skoraði átta mörk fyrir THW Kiel. Elias Ellefsen á Skipagøtu var næstur á eftir með sex mörk.
Keppni hófst í þýsku 1. deildinni í gærkvöld með sigri Gummersbach á Hannover-Burfgdorf, 29:26.