- Auglýsing -
Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof unnu Portúgalsmeistara Sport Lisboa e Benfica með eins marka mun, 29:28, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Leikið var í Partille í Svíþjóð. Síðari viðureign liðanna fer fram í Lissabon á laugardaginn. Ljóst er að leikmenn IK Sävehof verða að halda vel á spilunum til þess að tryggja sér sæti í annarri umferð forkeppninnar.
Elín Klara bar sóknarleik Sävehof uppi. Hún skoraði átta mörk í 10 skotum auk þess að eiga stoðsendingu. Elín Klara var markahæst. Nina Dano og Emma Mihailovic skoruðu fimm mörk hvor.
Constança Ramos Sequeira var atkvæðamest hjá Benfica með 11 mörk.
- Auglýsing -