- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neagu sló EM-markamet Guðjóns Vals

Cristina Georgiana Neagu gerir atlögu að marki andstæðinganna á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rúmenska handknattleikskonan Cristina Georgiana Neagu sló í gær markamet Guðjóns Vals Sigurðssonar og er nú orðin markahæsti handknattleiksmaður í sögu Evrópumóta landsliða. Neagu hefur skoraði 296 mörk í 50 leikjum í lokakeppni EM, átta fleiri en Guðjón Valur skoraði í 61 leik frá EM 2000 til og með EM 2020. Neagu hefur skorað 5,9 mörk að jafnaði í leik á EM.

Rýfur 300 marka múrinn

Neagu er að taka þátt í sínu áttunda Evrópumóti með rúmenska landsliðinu. Hún getur í dag rofið 300 marka múrinn í lokakeppni EM þegar rúmenska landsliðið mætir þýska landsliðinu í lokaumferð milliriðlakeppni mótsins í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu.

Radicevic bættist í hópinn

Níu handknattleiksmenn hafa skorað yfir 200 mörk í lokakeppni EM frá því að fyrstu mótin fóru fram 1994. Jovanka Radicevic, Svartfjallalandi, bættist í 200 marka klúbbinn í gær í fyrrgreindum leik Svartfellinga og Rúmena. Alls eru konurnar fimm og karlarnir fjórir eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Mynd/EHF

Heiðursborgari í Búkarest

Neagu hefur leikið CSM București síðustu fimm ár eftir að fjögurra ára dvöl hennar hjá Buducnost í Svartfjallalandi lauk. Hún hefur í meira en áratug verið álitin ein fremsta handknattleikskona heims og er goðsögn í rúmenskum handknattleik leikið ríflega 200 landsleiki á 17 ára landsliðsferli og skorað í þeim liðlega 900 mörk. Neagu var útnefnd heiðursborgari Búkarest (Cetățean de onoare) árið 2017.


Einu sinni hefur Neagu unnið til bronsverðlauna með rúmenska landsliðinu á EM, 2010 í Danmörku og Noregi.

Fjarverandi í 19 mánuði

Snemma árs 2011 meiddist Neagu svo alvarlega á hægri öxl að nærri var bundinn endi á handknattleiksferilinn. Eftir 19 mánaðar fjarveru sneri Neagu út á handknattleiksvöllinn aftur í október 2012 og hafði þá gengist undir aðgerð og endurhæfingu í Bandaríkjunum svo mánuðum skipti. Árið 2013 meiddist Neagu illa á hné og var fjarverandi í hálft ár og aftur fimm árum síðar gekkst hún undir aðgerð vegna brjóskeyðingar í hné.


Neagu var valin í úrvalslið EM 2010, 2014 og 2016. Árið 2010 var hún útnefnd handknattleikskona ársins af Alþjóða handknattleikssambandinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -