- Auglýsing -
- Auglýsing -

Neðstu liðin óheppin að vinna ekki – úrslit og markaskorarar kvöldsins

Hjörtur Ingi Halldórsson og félagar í HK unnu sjöunda leik sinn í Grill 66-deildinni í kvöld. Mynd /Eyjólfur Garðarsson

Mikil spenna var í fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Olísdeild karla í handknattleik. Enduðu þrír þeirra með jafntefli en í fjórða spennuleiknum tókst ÍBV að vinna Fram með þriggja marka mun, 34:31, eftir nokkurn darraðardans í lokin. Rúnar Kárason fór á kostum og skoraði 12 mörk í 16 skotum og Theodór Sigurbjörnsson var með fullkomna nýtingu í sjö skotum.

Andri varði síðasta skot Víkinga

Neðstu liðin, Víkingur og HK, voru óheppin að vinna ekki leiki sína gegn Aftureldingu og Haukum. Mosfellingar kræktu í annað stigið á síðustu sekúndum leiksins og geta síðan þakkað markverði sínum sem varði síðasta skot Víkinga frá Arnari Steini Arnarssyni rétt áður en flautað var til leiksloka, 25:25.


Víkingar voru um og upp úr miðjum síðari hálfleik ítrekað með þriggja marka forskot, síðast 20:17, þegar Pétur Júníusson skoraði af línunni eftir sendingu frá Jóhanni Reyni Gunnlaugssyni.

Í járnum í Kórnum

HK-menn voru einnig í hörkuleik við Hauka og máttu þeir síðarnefndu teljast góðir að skilja með skiptan hlut, 31:31, og halda þar með einir efsta sæti deildarinnar. HK-var þremur mörkum undir í hálfleik, 18:15. Leikmönnum óx ásmegin þegar á leið síðari hálfleik og til að mynda var HK yfir, 29:28, þegar innan við fimm mínútur voru til leiksloka. Sigurður Jefferson Gurarino jafnaði metin fyrir HK, 31:31.

Tvö mörk á lokasekúndunum

Þriðji spennuleikurinn var í Hertzhöllinni þar sem Grótta og Selfoss skildu jöfn, 32:32. Tvö síðustu mörkin voru skoruð á síðustu 20 sekúndunum. Hergeir Grímsson kom gestunum yfir áður en Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson jafnaði metin í blálokin nánast eftir að Gróttumenn höfðu lagt á ráðin.

Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson skoraði jöfnunarmark Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Öruggt hjá Valsmönnum

Valur vann öruggan sigur á Stjörnunni, 30:22, eftir að hafa verið yfir 14:12, eftir fyrri hálfleik. Varnarleikur Vals var framúrskarandi í leiknum. Hún ásamt frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í markinu lagði grunninn að sigrinum.

Stjörnumenn hófu leikinn illa og enduðu hann á svipuðum nótum. Þetta var fjórða tap liðsins í röð í deildinni en að sama skapi fjórði sigur Valsara i röð. Þeir eru nú í öðru sæti Olísdeildar, einu stigi á eftir Haukum. FH er í þriðja sæti og á tvo leiki til góða á efstu liðin tvö.


Lokaleikur 17. umferðar Olísdeildar fer fram annað kvöld þegar KA og FH mætast í KA-heimilinu klukkan 18.

Úrslit og markaskor kvöldsins

Valur – Stjarnan 30:22 (14:12).
Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 5, Arnór Snær Óskarsson 6/4, Agnar Smári Jónsson 4, Róbert Aron Hostert 3, Vignir Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Stiven Tobar Valencia 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 36,4% – Sakai Motoki 1, 50%.
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 7, Leó Snær Pétursson 6/4, Hafþór Már Vignisson 4, Sverrir Eyjólfsson 3, Starri Friðriksson 2.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 6, 33,3% – Arnór Freyr Stefánsson 2, 10%.

HK – Haukar 31:31 (15:18).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 9, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Einar Pétur Pétursson 2, Styrmir Máni Arnarsson 2, Arnór Róbertsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Sigurður Jefferson Gurarino 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 14, 31,8%.
Mörk Hauka: Heimir Óli Heimisson 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 5/2, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Darri Aronsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3, Gunnar Dan Hlysson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Geir Guðmundsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7, 21,9% – Magnús Gunnar Karlsson 5/2, 45,5%.

Víkingur – Afturelding 25:25 (13:14).
Mörk Víkings:
Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/3, Jóhannes Berg Andrason 6/1, Hjalti Már Hjaltason 3, Arnar Steinn Arnarsson 3, Styrmir Sigurðsson 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 2, Pétur Júníusson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 16/2, 39%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8, Sveinn Andri Sveinsson 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3/1, Einar Ingi Hrafnsson 3, Þorsteinn Leo Gunnarsson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Birkir Benediktsson 1.
Varin skot: Andir Sigmarsson Scheving 16, 40%.

Grótta – Selfoss 32:32 (18:16).
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 10/4, Birgir Steinn Jónsson 7, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 5, Valdimar Sigurðsson 3, Igor Mrsulja 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, 30,4%.
Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Tryggvi Þórisson 4, Ísak Gústafsson 4, Einar Sverrisson 4/1, Hergeir Grímsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Ragnar Jóhannsson 3.
Varin skot: Vilius Rasimas 7, 23,3% – Sölvi Ólafsso 3, 25%.

ÍBV – Fram 34:31 (14:16).
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 12, Theodór Sigurbjörnsson 7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5/3, Kári Kristján Kristjánsson 4, Dagur Arnarsson 3, Gauti Gunnarsson 1, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 5, 20,8% – Petar Jokanovic 1, 7,7%.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 7, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Rógvi Dahl Christiansen 5, Kristófer Dagur Sigurðsson 4, Stefán Darri þórsson 3, Reynir Þór Stefánsson 3/3, Breki Dagsson 2, Arnór Gauti Óskarsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 4, 19% – Arnór Máni Daðason 2, 11,1%.

Alla tölfræði úr leikjum kvöldsins er finna hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla er finna hér.

Fylgst var með leikjum kvöldsins á leikjavakt handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -