Neistin steinlá fyrir H71 í úrslitaleik færeysku bikarkeppninnar í handknattleik karla í kvöld, 28:12, sem er stærsti sigur liðs í úrslitaleik bikarkeppninni að minnsta kosti frá árinu 1985.
Felix Már Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Neistan og gamla brýnið Finnur Hansson skoraði einu sinni. Ágúst Ingi Óskarsson komst ekki á blað. Honum brást bogalistin í vítakasti snemma leiks og náði sér aldrei á strik. Arnar Gunnarsson er þjálfari Neistans.
Eins og úrslit leiksins gefa til kynna þá brást sóknarleikur Neistans algjörlega. Liðið skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu 22 mínútum leiksins. Finnur skoraði annað markið og minnað muninn í 9:2. Eftir liðlega stundarfjórðung var staðan 7:1.
Að loknum fyrri hálfleik var átta marka munur, 13:5. Hvorki gekk né rak hjá leikmönnum Neistans sem verða að gera sér að góðu silfurverðlaun í keppninni annað árið í röð.
Pætur Mikkjalsson, sem lék með KA, fram til áramóta skoraði eitt mark fyrir H71 í leiknum.
Þetta er í sjötta sinn með H71 frá Hoyvik verður bikarmeistari í karlaflokki, þar af þriðja árið í röð. Einar Jónsson, núverandi þjálfari Fram, stýrði liðinu til sigurs í keppninni fyrir tveimur árum.