- Auglýsing -
Það kom ekki á óvart þegar Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals var spáð efsta sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða liðanna í Olísdeilda karla. Greint var frá niðurstöðum spárinnar í hádeginu í dag á árlegum kynningarfundi Olísdeildar.
Ef marka má niðurstöðuna, eða draga af henni einhverjar ályktanir, þá mun ÍBV helst etja kappi við Val um efsta sætið. Liðin mættust í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Stjarnan, FH og Haukar koma þar á eftir. Spáin var gerð áður en tilkynnt var að Andri Már Rúnarsson væri á heimleið frá Þýskalandi og styrkti lið Hauka.
Eins og stundum áður þá er búist við að nýliðar deildarinnar, Hörður og ÍR, eigi erfitt uppdráttar. Það er svipað og undanfarin ár. Nýliðar hafa átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi þótt Grótta sé sannarlega undantekning frá þeirri reglu á allra síðustu árum.
Niðurstaða spárinnar var eftirfarandi:
1. Valur 346 stig.
2. ÍBV 328 stig.
3. Stjarnan 291 stig.
4. FH 270 stig.
5. Haukar 244 stig.
6. Afturelding 211 stig.
7. Selfoss 169 stig.
8. Fram 159 stig.
9. KA 158 stig.
10. Grótta 100 stig.
11. Hörður 58 stig.
12. ÍR 40 stig.
Leikir 1.umferðar Olísdeildar karla 8. og 9. september:
Fram – Selfoss.
Grótta – ÍR.
Valur – Afturelding.
FH – Stjarnan.
Haukar – KA.
Nánar má sjá leikjadagskrána hér.
- Auglýsing -