- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Niðurstaðan sú sem maður óttaðist“

Mariam Eradze t.v. verður frá keppni næsta árið. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Því miður þá varð niðurstaðan sú sem maður óttaðist, krossband er slitið hjá Mariam. Þar af leiðandi stendur hún frammi fyrir aðgerð og fjarveru frá handboltanum í eitt ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í dag.

Ágúst Þór fékk í morgun staðfestingu á að Mariam Eradze sleit krossband í viðureign Vals og Stjörnunnar í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í Sethöllinni á Selfossi á miðvikudagskvöld.

Mikil áfall

„Þetta er auðvitað mikil áfall fyrir Mariam og okkur í Valsliðinu. Mariam var einn okkar besti leikmaður á síðasta tímabili og hafði auk þess æft feikilega vel í sumar. Hún er því í mjög góðu formi. Fyrst og fremst er þetta mjög leiðinleg staðreynd fyrir Mariam sjálfa sem er komin á mjög góðan stað sem leikmaður,“ sagði Ágúst Þór, þjálfari Íslandsmeistaranna og bætti við að Mariam fái allan þann stuðning sem félagið og félagar hennar geta veitt henni.

Kemur sterkari til baka

„Ég hef fulla trú á að Mariam komi ennþá sterkari til leiks eftir ár. Valur, þjálfarareymið og samherjar hennar standa fullkomlega á bak við hana í því verkefni sem hún stendur frammi fyrir,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals sem fer með lið sitt í æfinga- og keppnisferð til Spánar á morgun.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -