Selfoss hreppti fyrsta vinninginn í kapphlaupinu við FH í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld. Selfossliðið sem varð næst neðst í Olísdeild kvenna lagði FH sem varði í fjórða sæti í Grill 66-deild kvenna, sé litið framhjá U-liðum deildarinnar, með níu marka mun, 34:25, í Sethöllinni á Selfoss.
Liðin mætast öðru sinni í Kaplakrika á fimmtudaginn og þarf FH á sigri að halda í þeim leik til þess að knýja fram oddaleik.
FH-ingar héldu í við Selfossliðið lengst af í fyrri hálfleik. Þegar kom undir lok hálfleiksins skildu leiðir. Í síðari hálfleik lék aldrei vafi á hvort liðið væri sterkara. FH-ingar lögðu aldrei árar í bát þótt við ofurefli væri að etja í leiknum.
Staðan í hálfleik var 17:14, Selfossi í vil.
Fyrr í dag vann unnu ÍR-ingar Gróttu í hinni rimmu undanúrslitanna, 32:20. Sigurliðin úr þessum undanúrslitarimmum mætast í leikjum um keppnisrétt í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9/3, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Roberta Stropé 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Tinna Soffía Traustadóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 12, 34,3% – Áslaug Ýr Bragadóttir 2, 50%.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9/7, Ivana Meincke 3, Aníta Björk Valgeirsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Telma Medos 2, Emma Havin Sardardóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 13, 29,5% – Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 3, 50%.