Grótta vann mikilvægan sigur í efri hluta Grill 66-deild kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið tók á móti Val 2. Lokatölur, 29:20, fyrir Gróttu sem var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13:9. Hið unga lið Vals náði sér aldrei á strik að þessu sinni.
Grótta hefur þar með fimm stig að loknum fjórum leikjum en viðureignin í Hertzhöllinni markaði upphaf fjórðum umferðar. HK er efst og taplaust að loknum þremur leikjum. Víkingur síðan skammt á eftir.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Arndís Áslaug Grímsdóttir 4, Edda Steingrímsdóttir 4, Katrín Arna Andradóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Elísabet Ása Einarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Katrín S Scheving Thorsteinsson 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 5.
Mörk Vals: Laufey Helga Óskarsdóttir 9, Alba Mist Gunnarsdóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1, Hekla Hrund Andradóttir 1, Kristina Phuong Anh Nguyen 1, Lena Líf Orradóttir 1, Þórdís Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Oddný Mínervudóttir 6.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.




