- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Níu marka sigur hjá U20 ára landsliðinu

Piltarnir í 20 ára landsliðinu sem mættu Færeyingum í æfingaleikjum á dögunum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

U20 ára landslið karla í handknattleik vann færeyska í sama aldursflokki með níu marka mun, 34:25, í fyrri vináttuleik liðanna í íþróttahúsinu í Safamýri síðdegis í dag. Í hálfleik voru íslensku piltarnir með fimm marka forskot, 19:14. Liðin mætast öðru sinni í Safamýri klukkan 16 á morgun, sunnudag.

Færeyingar fóru betur af stað í leiknum og höfðu fumkvæði framan af eða allt þar til íslensku strákarnir náðu góðum kafla og komust yfir, 10:7, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Strákarnir hertu tökin og juku forskotið áður en leiktíminn var úti í fyrri hálfleik.

Íslensku piltarnir slökuðu ekki á klónni í síðari hálfleik og gáfu Færeyingum ekki færi á að komast inn í leikinn. Fór svo að níu mörkum munaði þegar upp var staðið, 34:25.

Bæði taka þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Celje í Slóveníu frá 10. til 21. júlí í sumar.

Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 9, Reynir Þór Stefánsson 4, Atli Steinn Arnarson 3, Össur Haraldsson 3, Gunnar Kári Bragason 3, Hinrik Ingi Heiðarsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Haukur Ingi Hauksson 2, Eiður Rafn Valsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
Varin skot: Ísak Steinsson 14, Breki Hrafn Árnason 3.

Sjá einnig: Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -