- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nöfn sjö íslenskra liða verða í skálunum

Valsmenn verða með í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Mynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -

Nöfn sjö íslenskra liða verða á meðal 205 annarra í skálunum í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í fyrrmálið þegar dregið verður til fyrstu og annarrar umferðar í undankeppni Evrópudeildar karla og kvenna í Evrópubikarkeppni beggja kynja.

Herlegheitin hefjast klukkan 9 árdegis og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendinguá ehftv.com.

Hvert fara Valsmenn?

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla verða dregnir út strax í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir mæta einhverjum af neðangreindum liðum:

Balatonfüredi KSE Ungverjalandi, RK Nexe Króatíu, HC Prolet 92 Norður Makedóníu, Rhein-Neckar Löwen Þýskalandi, SL Benfica Portúgal, GOG Danmörku, KS Azoty-Pulawy SA Póllandi, BM Logrono La Rioja Spáni, RK Porec Króatíu, Ystads IF HF Svíþjóð, Kadetten Schaffhausen Sviss,  Dobrogea Sud Constanta Rúmeníu, CSKA Rússlandi, RK Trimo Trebnje  Slóveníu,  Alpla HC Hard Austurríki, ÖIF Arendal  Noregi.

Ýmsir möguleikar hjá KA/Þór

Íslandsmeistarar KA/Þórs eru í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna. Hin tvö íslensku liðin sem skráð eru til leiks verða í neðri styrkleikaflokki. Þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka að liðin mætist þar sem aðeins ein girðing er lögð fyrir dráttinn og það er að lið frá Serbíu og Kósovó geta ekki dregist saman. Að öðru leyti verða engan hindranir.

Lið KA/Þórs og Vals geta dregist saman í Evrópubikarnum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Í efri styrkleikaflokki eru:

KA/Þór, DHC Slavía Prag Tékklandi, AC PAOK Grikklandi, Skara HF Svíþjóð, HC Galychanka Lviv Úkraínu, Jomi Salerno Ítalíu, ZRK Borac Bosníu, KHF Vushtrria Kósovó, WHC Vardar Norður Makedóníu, Maccabi Arazim Ramat Gan Ísrael, LK Zug Sviss, UHC Stockerau Austurríki, ACME-Zalgiris Kaunas Litháen, Azeryol HC Asebadsjan, HB Dudelange Lúxemborg, Dicken Finnlandi, ZRK Mlinotest Ajdovscina Slóveníu, H71 Færeyjum, Iuventa Michalovce Slóvakíu, Rocasa Gran Canaria Spáni, Bekament Bukovicka Banja Serbíu, JuRo Unirek VZV Hollandi, Izmir BSB SK Tyrklandi, Alavarium Love Tiles Portúgal, TJ Sokol Pisek Tékklandi.

Í neðri styrkleikaflokki eru:

Valur, ÍBV, AESH Pyela Grikklandi, Kristianstad HK Svíþjóð, SSV Brixen Südtirol Ítalíu, RK Hadzici Interlogistic Bosníu, KHF Istogu Kósovó, WHC Metalurg Norður Makedóníu, Spono Eagles Sviss, BT Füchse Powersports Austurríki, HC DAC Dunajska Streda Slóvakíu, HV Quintus Hollandi, ARC Alpendorada Portúgal, HK Hodonon Tékklandi, AEP Panorama Grikklandi, AC Life Style Handball Erice Ítalíu, HRK Grunde Bosníu, KHF Prishtina Kósovó, WHC Cair Skoje Norður Makedóníu, HSC Kreuzlingen Sviss, Roomz JAGS WV Austurríki, Ali-Best Espresso Mestrino Ítalíu, KHF Ferizaj Kósovó, Westfriesland SEW Hollandi, ZRK Despina Prilep Norður Makedóníu.

Hvað hreppir Selfoss?

Selfoss verður í pottinum þegar dregið verður í fyrstu umferð Evrópubikarsins í karlaflokki. Haukar og FH eru einnig skráð til leiks en komast hjá fyrstu umferð. Nöfn þeirra verða einnig dregin út því til stendur að draga einnig til annarrar umferðar Evrópubikarsins.

Selfoss verður dregið gegn einu af neðangreindum liðum:

Beykoz BLD Tyrklandi, Viljandi HC Eistlandi, RK Zeleznicar 1949 Serbíu, HC Robe Zubri  Tékklandi, HB Dudelange Lúxemborg, KH Vellaznimi HC Kósovó, A.E.S.H. Pyela Grikklandi, CS Minaur Baia Mare Rúmeníu, SGAU-Saratov Rússlandi, KH ISMM Koprinice Tékklandi,  Alingsås HK Svíþjóð, Bækkelage Handball Elite Noregi, RK Sloboda Bosníu, Sparkasse Schwaz HB Tirol Austurríki.

Hafnarfjarðarliðin

Haukar er í efri styrkleikaflokki í drætti til annarrar umferðar en FH er í neðri flokkunum. Með FH í neðri styrkleikaflokknum eru m.a. Drammen frá Noregi sem Óskar Ólafsson og Viktor Petersen leika með, Dragunas frá Litáen, eistlenska liðið HC Tallinn og Krems frá Austurríki. Alls eru 12 lið í neðri styrkleikaflokknum en við hann bætast 15 sigurlið úr fyrstu umferð. Liðin 27 verða dregin á móti liðunum 27 sem eru í efri flokknum, þar á meðal Haukum.

Handbolti.is mun greina frá niðurstöðum í fyrramálið jafnóðum og öll kurl verða komin til grafar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -