Vilius Rašimas, markvörður Selfoss, er einn þeirra leikmanna sem eru í landsliði Litháen sem væntanlega mætir íslenska landsliðinu í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. nóvember. Helmingurinn af þeim 16 leikmönnum sem Mindaugas Andriuska landsliðsþjálfari valdi á dögunum í hóp sinn leikur utan heimalandsins. Annar leikmaður landsliðs Litháen hefur leikið hér á landi en það er örvhenta skyttan Mindaugas Dumčius sem lék með Akureyri handboltafélagi fyrir fáeinum árum.
Ekki má heldur gleyma markverðinum Giedrius Morkūnas sem lék um árabil með Haukum við góða orðstír en er nú hjá finnska meistaraliðinu Cocks.
Auk leiksins við íslenska landsliðið þá eiga Litháar að mæta landsliði Portúgal á heimavelli 8. nóvember.
Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Handknattleikssambands Litháen þá er óljóst enn hvernig landsliðið kemur hingað til lands en stefnan er að vera komin til Íslands 2. nóvember. Um þessar mundir er ekki einfalt að ferðast á milli landa vegna þess hversu lítið er flogið til viðbótar við að beint flug á milli Íslands og Litháen er ekki í boði.
Andriuska, landsliðsþjálfari, þekkir aðeins til hér á landi því hann lék með ÍBV eitt keppnistímabil á upphafsárum aldarinnar. Hann tók við þjálfun landsliðsins fyrr á þessu ári eftir að hafa verið aðstoðarlandsliðsþjálfari um skeið.
Eftir því sem næst verður komist valdi Andriuska eftirfarandi leikmenn í landsliðshóp sinn:
Makverðir:
Vilius Rašimas, Selfoss
Giedrius Morkūnas, Cocks
Lukas Gurskis Granitas-Karys
Vinstra horn:
Mindaugas Urbonas, HC Vilnius
Skirmantas Plėta, Šviesa
Vinstri skyttur:
Jonas Truchanovičius, Montpellier
Gerdas Babarskas, Chambery
Lukas Simėnas, Nava
Karolis Antanavičius, Šviesa
Miðjumenn:
Aidenas Malašinskas, Motor
Benas Petreikis, TuS N-Lübbecke
Hægri skyttur:
Mindaugas Dumčius, Elbflorenz
Gytis Šmantauskas, Dragūnas
Hægra horn:
Valdas Drabavičius, Šviesa.
Línumaður:
Tadas Stankevičius, Dicken
Þúsund þjálasmiður:
Gabrielius Virbauskas, Dragūnas